Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Fjandinn hafi það, nú er málskot kjósenda ekkert án forseta.

Heyrt hef ég og séð að sumir kjósendur ætli að segja nei við tillögu stjórnlagaráðs m.a. vegna þess að málskotsréttur kjósenda er í tillögunni takmarkaður að hluta.  Sjálfur er ég andvígur þessum takmörkunum.  En fjandinn hafi það, nú getum við ekki sett nokkurn hlut í þjóðaratkvæði nema með atbeina forsetans og aðeins ef við erum nógu snögg til. Eftir að forseti hefur undirritað lög verða þau ekki afturkölluð.  Það reyndi meira að segja á þennan hraða síðast þegar að reynt var að fá Icesave samning samþykktan.  Nái tillaga stjórnlagaráðs fram að ganga, verður málskotsréttur forseta óbreyttur og við, sem þess erum hugar getum reynt að afla stuðnings við afnám takmarkana á beinu málskoti kjósenda og knúið það fram ef málið nýtur lýðræðislegs stuðnings.

Þó allir hafa eitthvað við stjórnarskrártillöguna að athuga, þá er í henni fólgin stórkostleg lýðræðisframför.  Það er meiri lýðræðisleg óvissuför að stöðva framgang tillögu Stjórnlagaráðs en ef hún fær brautargengi.  Nái, þessi tillaga ekki fram að ganga er fullkomin óvissa um hvort nokkurn tíma verði boðið uppá lýðræðisumbætur á Íslandi.  Ef þetta mál er stöðvað, hvenær verður okkur boðið uppá að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur eða framlagningu mála á þingi?  Strax eftir áramót?  Strax eftir áramótin 2023? Strax eftir áramótin 2073?  Eða kannski aldrei?


Að viðlagðri formælingu Afa og Ömmu! NOT.

Ég fæ á tilfinninguna að sumir samborgarar mínir séu svo dolfallnir yfir mikilli kjörsókn árið 1944, að ekki megi breyta svokölluðum samfélagssáttmála okkar.  Amk hafa sumir talað á þessum nótum.  Líkt og ætla mætti að Afar mínir og Ömmur hafi gengið á kjörfund fyrir nær því 70 árum með tvennt í huga:

Í fyrsta lagi: Frábær og fullkomin er hún stjórnarskráin alíslenska sem okkar bestu menn hafa saman soðið.

Í annan stað: Engin afkomenda vorra má svo mikið sem dirfast að láta sig dreyma um að breyta þessu frábæra plaggi í neinum atriðum sem máli skipta að viðlagðri formælingu okkar.

Halló er einhver heima? Auðvitað var þetta ekki svona, amk ekki með mína Afa og Ömmur.

Ég er sko ekki að fara á kjósa 20. október formælandi afkomendum mínum ef þeir voga sér að snerta hið nýja sköpunarverk stjórnlagaráðsins.  Þegar þar að kemur eftir okkar dag (eða bara fyrr en það B-), ætla ég rétt að vona að þau geri þær breytingar á "grundvallarskipan" samfélagsins sem þörf kann að vera á til að tryggja að borgararnir fái í sem mestum mæli notið frelsis, réttlætis og kærleika.


Fimm af Sex ákvæðið í 113gr. er dautt.

Mér sýnist ákveðin hluti 113. greinar stjórnarskrártillögu Stjórnlagaráðs sé mjög mörgum (þingmönnum þar á meðal) þyrnir í auga.  Jú, Þetta er ákvæðið um minniháttar stjórnarskrárbreytingar:

"Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður."

Ég hef eiginlega ekki heyrt nokkurn mann verja þetta ákvæði.  Stjórnlagaráðsfulltrúum er t.a.m. ekki sárt um þetta ákvæði.   M.a. sagði Valgerður Bjarnadóttir í ræðu á Alþingi 18. okt. 2012:

 "á fundi sínum 8 til 11. mars [2012] samþykkti Stjórnlagaráðið að falla frá þessu ákvæði."

Ég held því að það sé óhætt að segja að þetta ákvæði sé í raun dautt.  Ef menn byggja andstöðu sína við tillögu Stjórnlagaráðs á þessu atriði, þá geta þeir sem best látið af þeirri andstöðu nú þegar.

Eigum við ekki að samþykkja að frumvarp Stjórnlagaráðs sé framför umfram núverandi stjórnarskrá og sameinast um að fella fimm-sjöttu málsgreinina brott úr endanlegu frumvarpi.  Stjórnlagaráði hefur kannski þótt þetta minniháttar ákvæði en ekki áttað sig á að hve margir (td þingmenn) eru því ósammála.  Því ætti að vera minniháttar mál að losna við þetta ákvæði, þannig að allar stjórnarskrárbreytingar fari fortakslaust í þjóðaratkvæði.


Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband