Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Thick as a Brick 2. Sex - núll.

6 - 0.

Í kvöld var ég í annað sinn að njóta tónlistar í Hörpu.  Samt var ég í fyrsta sinn að leggja við hlustir í Eldborg.

Hljómburðurinn á þriðju svölum var aldeilis frábær.  1 - 0.

Ég ætlaði mér ekki upphaflega að fara á tónleika Ians Anderson.  Enda var ekki á lofti að ný tónlist yrði í boði, þegar miðar á tónleikana fóru í sölu.  Svo heyrði ég nýlega, fyrir tilviljun, útvarpsþátt sem svipti hulinni af nýju plötunni "Thick as a Brick 2".  Vægast sagt áheyrileg tónlist.  2 - 0.

Ég var spenntastur fyrir nýja efninu, en fyrri partur tónleikana, var aldeilis frábær.   Á tónleikum Jethro Tull í Háskólabíói fyrir tveimur árum  voru það viss vonbrigði að eitt aðal "hljóðfæri" hljómsveitarinar, nefnilega rödd Ians Anderson hafði ekki jafnað sig að fullu eftir að hann "missti röddina".  Í kvöld voru það að sönnu einnig vonbrigði að enn er þetta hljóðfæri ekki í fullkomnu standi þó það hljómi vel á ný plötunni.  Mér þykir líklegt að Ian Anderson nái aldrei þeirri söngrödd sem hann eitt sinn hafði.  Ég er meira en til í að fyrirgefa það í þetta sinn, því þrátt fyrir allt er sjarminn enn til staðar.  Að auki var söngvari með rödd ekki all ósvipaða Ians, til að taka suma hærri tónana. Spilið var þéttara en síðast með Ian & co, etv vegna þess hve afmarkað og nýlegt prógramm kvöldsins er (var). 3 - 0.

Eftir hlé var uþb linnulaus flutningur nýju plötunnar. Leiðistef plötunnar minnir mig á "War of the Worlds" en er mýkra.  Hljóðfæraleikararnir algerlega lýtalausir í túlkun og tækni, vil helst ekki gera upp á milli þeirra.  Ian sjálfur hefur varla nokkurn tíma verið betri á flautunni, sannkölluð veisla. 4 - 0.

Því miður get ég sagt frá tónleikum með frægðarliði þar sem upplifunin var vonbrigðin ein.  Það var ekki í kvöld. Bravó.  5 - 0.

Semsagt, þó ekki hafi tekist að klappa sveitina upp (sem er eftirá að hyggja er skiljanlegt útfrá rammanum um tónleikana, nefnilega "Thick as a Brick" og ekki annað), var heildarútkoman: Frábært. 6 - 0.


Rútstún í höfuðborg Íslands.

Menningarvitar gráta hver um annan þveran vegna þess að ekki var kvöldskemmtun í Reykjavík þann 17. júní 2012.   Gátu þeir ekki bara drifið sig á Rútstún, en þar var, sem oft fyrr, mikið húllum hæ í höfuðborg Íslands.


mbl.is Gagnrýndi hátíðarhöldin 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband