Leita í fréttum mbl.is

Er fylgi Þorvaldar nú minna en Davíðs á hátindi?

Vefurinn amx.is er ekki að gera sér rellu útaf muninum á eplum og appelsínum.  Þar eru mörg innlegg þar sem gert er lítið úr fylgi kjörinna fulltrúa á stjórnlagaþing.  Langmest fylgi hlaut eins og öllum er kunnugt Þorvaldur Gylfason.  Rétt er einnig að rúmlega þrjú prósent kosningabærra manna settu hann í fyrsta sæti.  Gleymum ekki að uþb 8,7% allra sem greiddu atkvæði settu Þorvald í fyrsta sæti.  Við vitum ekki, og verðum etv ekki upplýst um, hversu margir voru með Þorvald Gylfason einhversstaðar á kjörseðli sínum.  Ég yrði hissa ef nafn hans var ekki einhversstaðar á meira en helmingi kjörseðla (ég mynd veðja á 65-70%).  Væri ekki rétt að amx.is reyndi að reikna úr listakosningakerfi yfir persónukosningakerfi með jafn einföldum trixum.  Fengju þá fulltrúar 30% lista í 12 þingmanna kjördæmi 360% fylgi? flott ef satt væri. Nei staðreyndin er að meðan Þorvaldur Gylfason er með tæp 9% greiddra atkvæða þá eru efstu menn í Alþingiskosningu með (lauslega áætlað) c.a. 1.5-2% greiddra atkvæða að baki.  Ef við fækkuðum Alþingismönnum um helming þá þyrfti 3-4% atkvæða að baki hverjum.

Svarið er því ótvírætt ef leggja á kosningakerfin að jöfnu (sem er ekki hægt að gera athugunarlaust), þá er fylgi Þorvaldar meira en dæmi eru um í kosningum til Alþingis og líklega myndi þetta gilda þó Alþingismönnum væri fækkað um helming (niður í fjölda stjórnlagaþingsmanna).

Svo er auðvitað hægt að gagnrýna þetta innlegg því hér eru líka epli og appelsínur.

Samt stendur það eftir að fylgi Þorvaldar er líklega einstakt.

 

PS. Mér sýnist að  72734,81672 atkvæði hafi nýst af 82.335 gildum atkvæðum, þannig að Þorvaldur var með ríflega 10% nýttra atkvæða í fyrsta sæti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband