7.4.2011 | 20:40
Aðalsteinn Leifsson segir ósatt í sjónvarpi!
Ég var fyrir einhverjum mínútum að hlusta á Aðalstein Leifsson fullyrða í sjónvarpsþætti að lánshæfismatsfyrirtæki hafi gefið út að lánshæfismat Íslands verði lækkað næstkomandi mánudag ef við segjum Nei á laugardag. Hvar er þessi yfirlýsing Aðalsteinn? Þetta eru einfaldlega ósannindi hjá Aðalsteini. Það er ekkert loforð frá einu eða neinu lánshæfismatsfyrirtæki um hvert lánshæfismatið verði á mánudag, burtséð frá niðurstöðu kosninganna. Þá veit engin hvert lánshæfismatið verður eftir mánuð, eitt ár, tvö eða tíu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björn! Þú getur farið á heimasíðu Seðlabankans og sannfært þig um að Aðalsteinn segir satt og rétt frá. Hér fyrir neðan er smá tilvitnun í greinargerð frá erlendu matsfyrirtæki.
Moody’s sovereign bond ratings for Iceland (Baa3, negative outlook) will be affected by the
outcome of the country’s forthcoming referendum on the revised agreement to resolve the
dispute over the Icesave offshore bank deposit scheme. In the event that the agreement is
approved by Iceland’s electorate, we would likely change the outlook on the government’s
current Baa3 ratings to stable from negative. If the agreement is rejected, we would likely
downgrade Iceland’s ratings to Ba1 or below, given the negative repercussions that would
follow for the country’s economic and financial normalisation
Hrafn Arnarson 7.4.2011 kl. 21:42
Er það ekki sama fyrirtækið og sagði bankana standa mjög vel, þegar þeir voru í raun gjaldþrota?
Eyjólfur G Svavarsson, 7.4.2011 kl. 21:50
Nei Eyjólfur, það var Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur. Hann fékk vel borgað fyrir sína skýrslu og hefur náð frama í ónefndum flokki.
Hrafn Arnarson 7.4.2011 kl. 21:56
Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s gaf út þá greiningu 23. febrúar sl. að líkur væru á að fyrirtækið myndi hækka núverandi lánshæfismat (Baa3) úr neikvæðu í stöðugt ef Icesave samningurinn yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef hins vegar samningnum yrði hafnað þá væri líklegt að lánshæfismat Íslenska ríkisins yrði fært í ruslflokk (Ba1 eða lægra). Önnur lánsmatsfyrirtæki hafa gefið svipaða niðurstöðu til kynna mjög ákveðið. Ákvörðun um lægri einkunn segjast Moody‘s byggja á tveimur þáttum: 1) að þá fáist ekki 1,1 milljarðar Bandaríkjadala sem eftir standa af lánum Norðurlandanna til að fjármagna gjaldeyrisvarasjóðinn og 2) að þá sé líklegt að gjaldeyrishöft muni verða til staðar lengur þar sem hemja þurfi útstreymi gjaldeyris. Svipuð rök nota hin matsfyrirtækin.
Hrafn Arnarson 7.4.2011 kl. 21:59
Hrafn ég var búinn að lesa snepilinn frá Moody's. Þar er engu lofað, hvorki til eða frá. Semsagt snepillinn frá Moody's er einfaldlega slúður. Lestu bara aftur það sem þú póstaðir.
Björn Ragnar Björnsson, 7.4.2011 kl. 22:24
Hrafn með öðrum orðum þá stendur það sem ég var að benda á: Aðalsteinn fór með bein ósannindi.
Björn Ragnar Björnsson, 7.4.2011 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.