15.3.2012 | 20:30
Vínarbrauð í Fjármálaeftirlitinu
Það kemur fyrir að ég stytti mér stundir með því að smíða samsæriskenningar. Í augnablikinu býður dramað í Fjármálaeftirlitinu upp á góðan grunn til slíkra smíða.
Þeir sem eru komnir í smiðsgallann og vilja slá upp góðri kenningu þurfa að átta sig á eftirfarandi: Stjórn Fjármálaeftirlitsins er ekki bara uppá kaffi og vínarbrauð. Stjórnin stendur nærri starfi stofnunarinnar og er sá aðili sem tekur íþyngjandi ákvarðanir, þar með talið hvort málum sé vísað til lögreglu eða saksóknara.
Með öðrum orðum: Það var ekki bara Gunnar Andersen og hans starfsfólk sem sendi mál til Sérstaks Saksóknara, heldur var það gert með beinu samþykki stjórnar Fjármálaeftirlitsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:35 | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Fólk
- Goðsögnin Ozzy Osbourne kvaddi sviðið í hásæti
- Ávallt harður við sjálfan sig
- Tignust allra
- Kim Kardashian fékk dómsskjöl send til sín til Feneyja
- Að vita ekki hvað bíður manns
- Flúði til Sviss vegna líflátshótana
- Tónleikum Mansons aflýst í Brighton
- Sophia, umboðsmaður Caitlyn Jenner, látin eftir hræðilegt slys
- Laufey heiðraði minningu Diogo Jota í Liverpool
- Hefði allt eins getað sungið Atti katti nóa
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.