Leita í fréttum mbl.is

Ef málskotið geigar...

Þegar kemur að forsetavalinu skiptir eitt atriði höfuð máli: Er frambjóðandinn tilbúinn, eða öllu heldur albúinn að skjóta málum til þjóðarinnar?  Ef vöflur eru á svarinu fær frambjóðandinn ekki mitt atkvæði.

 Ef frambjóðandinn telur að aðeins megi nota málskotsréttinn í neyðartilviki fær hann ekki mitt atkvæði.

 Ef frambjóðandinn telur að undanskilja eigi einhver lög málskoti fyrirfram (t.d. fjárlög, skattalög) þá fær frambjóðandinn ekki mitt atkvæði.

 Miðað við framkomnar upplýsingar sýnist mér að Ísland hafi fínan forseta og aðrir sem bjóða "krafta" sína nái ekki mínu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef fjárlög (sem eru skattalög) eru EKKI undanskilin málskotsréttinum, lendir þjóðin í óleysanlegri lykkju: Þing samþykkir, forseti beitir málskoti og þjóðin fellir. En án fjárlaga gengur ríkið ekki. Sama staða kom næstum því upp í Bandaríkjunum s.l. ágúst en tókst að forðast á síðustu stundu.

Jafnvel ÓRG myndi ekki voga sér að nota málskotsrétt til að tefja fjárlög. Hefur ekki gert það hingað til.

Fjárveitingavaldið er Alþingis. Það væri til lítils að kjósa Alþingi ef það ætti að vera algerlega valdalaust, ekki satt?

Og hvaða stjórnskipulag myndi slíkt leiða af sér?

Badu 7.4.2012 kl. 22:08

2 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Þú talar eins og landið geti ekki orðið fjárlagalaust.  Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að þingið samþykki ekki fjárlög áður en nýtt ár gengur í garð.  Hvað heldurðu að myndi gerast þá?  Já, líklegast yrði heimsendir, sól og jörð myndu farast.

 Gleymdu ekki heldur að forsetinn gæti fræðilega neitað að skrifa undir fjárlög, jafnvel án utanaðkomandi hvatningar.

Björn Ragnar Björnsson, 8.4.2012 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband