22.6.2012 | 02:07
Thick as a Brick 2. Sex - núll.
6 - 0.
Í kvöld var ég í annađ sinn ađ njóta tónlistar í Hörpu. Samt var ég í fyrsta sinn ađ leggja viđ hlustir í Eldborg.
Hljómburđurinn á ţriđju svölum var aldeilis frábćr. 1 - 0.
Ég ćtlađi mér ekki upphaflega ađ fara á tónleika Ians Anderson. Enda var ekki á lofti ađ ný tónlist yrđi í bođi, ţegar miđar á tónleikana fóru í sölu. Svo heyrđi ég nýlega, fyrir tilviljun, útvarpsţátt sem svipti hulinni af nýju plötunni "Thick as a Brick 2". Vćgast sagt áheyrileg tónlist. 2 - 0.
Ég var spenntastur fyrir nýja efninu, en fyrri partur tónleikana, var aldeilis frábćr. Á tónleikum Jethro Tull í Háskólabíói fyrir tveimur árum voru ţađ viss vonbrigđi ađ eitt ađal "hljóđfćri" hljómsveitarinar, nefnilega rödd Ians Anderson hafđi ekki jafnađ sig ađ fullu eftir ađ hann "missti röddina". Í kvöld voru ţađ ađ sönnu einnig vonbrigđi ađ enn er ţetta hljóđfćri ekki í fullkomnu standi ţó ţađ hljómi vel á ný plötunni. Mér ţykir líklegt ađ Ian Anderson nái aldrei ţeirri söngrödd sem hann eitt sinn hafđi. Ég er meira en til í ađ fyrirgefa ţađ í ţetta sinn, ţví ţrátt fyrir allt er sjarminn enn til stađar. Ađ auki var söngvari međ rödd ekki all ósvipađa Ians, til ađ taka suma hćrri tónana. Spiliđ var ţéttara en síđast međ Ian & co, etv vegna ţess hve afmarkađ og nýlegt prógramm kvöldsins er (var). 3 - 0.
Eftir hlé var uţb linnulaus flutningur nýju plötunnar. Leiđistef plötunnar minnir mig á "War of the Worlds" en er mýkra. Hljóđfćraleikararnir algerlega lýtalausir í túlkun og tćkni, vil helst ekki gera upp á milli ţeirra. Ian sjálfur hefur varla nokkurn tíma veriđ betri á flautunni, sannkölluđ veisla. 4 - 0.
Ţví miđur get ég sagt frá tónleikum međ frćgđarliđi ţar sem upplifunin var vonbrigđin ein. Ţađ var ekki í kvöld. Bravó. 5 - 0.
Semsagt, ţó ekki hafi tekist ađ klappa sveitina upp (sem er eftirá ađ hyggja er skiljanlegt útfrá rammanum um tónleikana, nefnilega "Thick as a Brick" og ekki annađ), var heildarútkoman: Frábćrt. 6 - 0.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.