30.5.2014 | 19:14
Bænahús og betri lóðir.
27. ágúst 1992 var skóflustunga tekin að Digraneskirkju við Gagnheiði 3 á Víghól í Kópavogi. Kirkjan var hönnuð og búið að semja við verktaka. Gagnheiði er í dag ekki til sem gata í Kópavogi að því er ég best veit og Digraneskirkja er svo sannarlega ekki á Víghól. Í raun var þarna glæsilegt og ákjósanlegt kirkjustæði. Að því er virðist tókst íbúum nærliggjandi húsa að tromma upp nægilega mikla andstöðu við staðsetningu kirkjunnar að á endanum var hætt við að reisa hana á Víghól og vorið 1993 var aftur tekin skóflustunga að Digraneskirkju en nú við Stútulaut.
100% öruggt er að söfnuði múslima á Íslandi ber að afhenda lóð eins og aðrir söfnuðir hafa notið. Þá er líka 100% öruggt að sú lóð verður án gjalda fyrir söfnuðinn. Það er af og frá að það standist stjórnskrá eða meðalhóf stjórnsýslulaga að breyta nú í skyndingu þeirri reglu að lóðir undir bænahús verði án nokkurs fyrirvara gjaldskyldar, hvað þá eftir að lóð hefur verið úthlutað eða loforð gefið.
Prívat og persónulega má moskan mín vegna vera í Sogamýri, en ég kysi frekar að henni væri fundinn enn glæsilegri staður, helst á Skólavörðuholtinu eða í póstnúmeri 107. Dæmið sem ég nefndi í upphafi staðfestir að endanlegt er ekki endanlegt fyrr en það er endanlegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.