Leita í fréttum mbl.is

Bænahús og betri lóðir.

27. ágúst 1992 var skóflustunga tekin að Digraneskirkju við Gagnheiði 3 á Víghól í Kópavogi.  Kirkjan var hönnuð og búið að semja við verktaka.  Gagnheiði er í dag ekki til sem gata í Kópavogi að því er ég best veit og Digraneskirkja er svo sannarlega ekki á Víghól.  Í raun var þarna glæsilegt og ákjósanlegt kirkjustæði.  Að því er virðist tókst íbúum nærliggjandi húsa að tromma upp nægilega mikla andstöðu við staðsetningu kirkjunnar að á endanum var hætt við að reisa hana á Víghól og vorið 1993 var aftur tekin skóflustunga að Digraneskirkju en nú við Stútulaut.

100% öruggt er að söfnuði múslima á Íslandi ber að afhenda lóð eins og aðrir söfnuðir hafa notið.  Þá er líka 100% öruggt að sú lóð verður án gjalda fyrir söfnuðinn.  Það er af og frá að það standist stjórnskrá eða meðalhóf stjórnsýslulaga að breyta nú í skyndingu þeirri reglu að lóðir undir bænahús verði án nokkurs fyrirvara gjaldskyldar, hvað þá eftir að lóð hefur verið úthlutað eða loforð gefið.

Prívat og persónulega má moskan mín vegna vera í Sogamýri, en ég kysi frekar að henni væri fundinn enn glæsilegri staður, helst á Skólavörðuholtinu eða í póstnúmeri 107.  Dæmið sem ég nefndi í upphafi staðfestir að endanlegt er ekki endanlegt fyrr en það er endanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband