31.5.2014 | 16:43
Samgöngur ekki bara aðalatriði, heldur Aðalatriðið.
Því miður skipta kosningaúrslitin í Reykjavík miklu máli fyrir mun fleiri en Reykvíkinga eina. Skipulagsmálin í Reykjavík eru í einum allsherjar graut í umræðunni. Í raun er um fjögur stór aðskilin mál að ræða:
- Þétting byggðar.
- Flugvöllurinn fari.
- Staðsetning nýs Landsspítala.
- Minnkun afkastagetu samgöngumannvirkja og fækkun bílastæða.
Hverfisbundin þétting byggar er aukaatriði nema fyrir íbúa hverfisins. Ef t.d. allir íbúar í hverfi 107 eru sáttir við að hvísl um nótt leiði til kvartana til lögreglu um ónæði og þeir þurfi að leggja bílum sínum í 105, er það að mestu aukaatriði nema fyrir íbúa þessara hverfa. Staðsetning moskunnar er aukaatriði. Staðsetning nýja spítalans er aukaatriði ef aðgengið er gott, samgöngur til hans greiðar og jafnvægi í samgöngukerfi borgarinnar riðlast ekki um of.
En samgöngukerfi borgarinnar er ekki aukaatriði. Það er ekki bara aðalatriði, það er beinlínis Aðalatriðið. Samgöngur er allstaðar í heiminum aðalatriði. Góðar samgöngur eru hins vegar hjá sitjandi borgarstjórn göngustígar, hjólastígar og strætó, en alls ekki vegir og bílastæði.
Takist sitjandi meirihluta að koma fram stefnumálum sínum í umferðarmálum verður það stórfelld skerðing lífsgæða íbúa úthverfanna og nærliggjandi bæja.
Mér er fyrirmunað að skilja hvernig nokkur einasti úthverfabúi getur hugsað sér kjósa stjórnmálaöfl sem vinna gegn hagsmunum þeirra, fjárhag og hamingju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.