Leita í fréttum mbl.is

Ertu læknir? Ertu sérfræðingur?

Nei, ég er ekki læknir, en jú, ég er sérfræðingur. Ég er sófasérfræðingur, kóviti og örugglega eitthvað annað sneddí sem fólki dettur í hug. Semsagt ég hef skoðun á hvernig eigi að takast á við sjúkdómsfaraldurinn sem líkt og logi yfir akur fer um heimsbyggðina þessa dagana.

Þegar fólk fettir fingur út í viðbrögð sem stjórnvöld ákveða við krísunni, er viðkvæðið í ætt við fyrirsögn þessa pistils. Rýrð er kastað á málflytjanda út frá menntun eða stöðu og alveg litið framhjá málflutningnum sjálfum. Þeir sem gera þessar ómálefnalegu athugasemdir við efasemdir okkar kóvitana virðist sumir halda að vandamálið sem við stöndum frammi fyrir sé læknisfræðilegt. Ég get fullvissað þetta fólk um að þó að veigamiklir þættir í vandanum séu læknisfræðilegir þá er svörun yfirvalda við honum það bara alls ekki.

Faraldursfræði telst til læknisfræði en það byggir meira á fortíð en nútíð. Faraldursfræði í heimi nútímans, þar sem fólk streymir um alla kúluna í milljónatali á hverjum degi, í heimi heimsfaraldra þar sem ekkert ónæmi er til staðar, er í reynd ekki læknisfræði nema að litlum hluta. Læknisfræðin, líffræðin, lífeðlisfræðin, lífefnafræðin, lyfjafræðin, erfafræðin, eru krítísk atriði í að skilja sjúkdóma, finna lækningu, skilja smitferli, smitnæmi, þróa lyf og svo framvegis.

Þegar þessir þættir liggja, mismikið, fyrir, er spurningin um svörun stjórnvalda kerfislegt vandamál, ekki læknisfræðilegt. Af lífsreynslu síðustu 3 - 4 vikna hef ég nú rökstuddan grun um að slatti af æðstu faraldsfræðingum stjórnvalda á vesturlöndum séu einfaldlega réttir og sléttir læknar og hafi því heldur lítið að leggja til faraldsfræða í heimi 21stu aldarinnar og svörun þeirra tilheyri síðustu öld eða þeirri þarsíðustu.

Hættið þess vegna ekki seinna en strax að gera í Covid-19 málum lítið úr skoðunum og málflutningi fólks, sem óvart er ekki læknar og ekki faraldsfræðingar, nema þið hafið eitthvað til málanna að leggja annað en "ertu læknir?, ertu sérfræðingur?"

Ég rata út.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Sæll Björn Ragnar, 

Það eru ekki allir læknar og/eða sérfræðingar á sama máli varðandi allar þessar aðgerðir í þessum Covid 19- faraldri.
KV.

Sjá hérna hvað þessir menn hérna hafa að segja :

12 Experts Questioning the Coronavirus Panic

Censorship or keep spreading fear


Do You Smell A Rat? Corona Virus MADNESS! Dr. Peter Glidden

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 26.3.2020 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband