Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Kosningar til Stjórnlagaþings verði endurteknar. Sömu frambjóðendur.

Þó margir (ég þar á meðal) telji að 25-menningarnir hafi nægilegt umboð til setu á Stjórnlagaþingi, óttast ég að aldrei verði sátt um þann ráðahag.

Enn síður verður sátt um að Stjórnlagaþingið verði slegið af og t.d. Bjarni Benediktsson (eins og hann sjálfur bauð fram) fari að semja nýtt stjórnarskrárfrumvarp.

Nei, það sem er ógilt er kosningin.  Því er ekki annað að gera en endurtaka hana.  Það þýðir þá líka að ekki er eðlilegt að opnað verði fyrir ný framboð. Frambjóðendur verða þeir sömu. Ekki verður gefin út nýr kynningarbæklingur, heldur verði hann endurprentaður ef þörf krefur.

Ég tel að niðurstaðan verði þessi:  Nýr kjördagur eftir 5-12 vikur. Stjórnlagaþingi frestað fram á haust.  Nýir frambjóðendur komi ekki til greina.

I will make it legal!

Ég hallast að Darth Sidious lausninni á stjórnlagaþingsmálinu.

Alþingi breyti lögum um stjórnlagaþing þannig að Alþingi skipi fulltrúana og skipi um leið þá einstaklinga sem fengu kjörbréf í hendur, eftir hinar nú ógiltu kosningar.


Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband