Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
12.4.2012 | 17:10
Stórt fokkmerki á lofti.
Um nokkurra ára skeið hefur Ísland verið í aðlögunar og umsóknarferli gagnvart inngöngu í ESB. Prívat og persónulega hef ég talið býsna ólíklegt að Ísland (Íslendingar) samþykki inngöngu nema amk sjávarauðlindin verði varanlega á forræði Íslands.
Ég hef talið það væri faktískt verkefni ESB manna að sjá til að svo yrði, en halda því fram opinberlega að engar undanþágur fengjust.
Nýjasta útspil ESB, að gerast aðili að málsókn gegn Íslandi vegna innistæðutrygginga, er teikn um að annað hvort vilja þeir sem stjórna ESB ekki að Ísland gerist aðili að sambandinu eða að þeir stíga ekki í vitið. Í öllu falli get ég ekki séð að Íslendingar muni á næstu áratugum samþykkja inngöngu í ESB eftir þetta stóra, óþarfa, fautalega, fokkmerki
Þingmenn og fyrrverandi ráðherrar hafa, sýnist mér, keppst um að halda því fram að þetta sé bara sjálfsagt mál. Að ESB stökkvi inn á bardagavöllinn undir þessum kringumstæðum. Fátt er fjær sanni og það sjá allir.
Ég hef þokkalega sannfæringu um að hjá ESB starfar fullt af sæmilega gáfuðu fólki. Þannig að ESA/Icesave útspilið er væntanlega útpælt. Útkoman er samt ófrávíkjanlega, rétt eins og viðræðum hefði verið slitið. Hefði ekki verið meiri mannsbragur að því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 16:03
Ef málskotið geigar...
Þegar kemur að forsetavalinu skiptir eitt atriði höfuð máli: Er frambjóðandinn tilbúinn, eða öllu heldur albúinn að skjóta málum til þjóðarinnar? Ef vöflur eru á svarinu fær frambjóðandinn ekki mitt atkvæði.
Ef frambjóðandinn telur að aðeins megi nota málskotsréttinn í neyðartilviki fær hann ekki mitt atkvæði.
Ef frambjóðandinn telur að undanskilja eigi einhver lög málskoti fyrirfram (t.d. fjárlög, skattalög) þá fær frambjóðandinn ekki mitt atkvæði.
Miðað við framkomnar upplýsingar sýnist mér að Ísland hafi fínan forseta og aðrir sem bjóða "krafta" sína nái ekki mínu máli.