Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Frelsinu er ógnað! Hvar er Innanríkisráðherra?

 Richard M. Stallman stofnandi og forseti Free Software Foundation flytur í dag, 19. júni 2011, erindi um "Hvernig beita má tækni til að gera þjóðfélög frjáls".  Fyrirlesturinn hefst klukkan 13:00 og er haldinn í Fjölbrautarskólanum við Ármúla.

Óskandi væri að fleiri enn sanntrúaðir og sannreyndir frelsisunnendur sæju sér fært að mæta.  Mér dettur t.a.m. í hug að Innanríkisráðherra og Stjórnlagaþingsfulltrúar hefðu gagn af þessum fyrirlestri.  Sem og yfirleitt allir sem áhuga hafa á frelsi, lýðræði og öðrum samfélagshagsmunum.

 Í öllu falli læðist að manni sá grunur að stjórnvöld víðsvegar um heim skilji ýmist ekki eða skilji of vel aðalatriðin í þessu efni.  Það gæti skýrt sókn yfirvalda (í eigin þágu sem og einkahagsmuna) í frelsiskerðingarátt sem ekki sér fyrir endan á.


Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband