Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Forstjóri Icelandair - Fæddur í gær?

Þessar pillur frá forstjóra Icelandair koma úr, tja, allra hörðustu átt.

Hvenær hefur Icelandair selt öll flugsæti yfir kostnaðarverði? Svarið við því er aldrei. Það er í eðli áætlunarflugsstarfsemi í samkeppni og með árstíðasveiflu að reglulega (og óreglulega) er sú staða uppi að sætaframboðið allt er selt undir kostnaðarverði. Þessi nýji forstjóri er bara alger nýgræðingur ef hann hefur ekki komið auga á þetta í afkomutölum Icelandair. Sérkennilegt í meira lagi.

Hvenær hefur Icelandair þurft á velvild og sérstökum stuðningi íslenska ríkisins að halda? Svarið við því er oft og mörgum sinnum, reyndar oftar en ég kæri mig um að muna.

Hvenær hefur íslenska ríkið snúið baki við Icelandair? Svarið við því er aldrei.

Hvenær hefur Wowair notið sérstaks stuðnings, eða yfirhöfuð nokkurs stuðnings, frá lífeyrissjóðum? Aldrei.

Hvenær hefur Wowair notið sérstaks stuðnings, eða yfirhöfuð nokkurs stuðnings, frá íslenska ríkinu? Aldrei, nema mögulega í greiðsludrætti á lendingargjöldum í þetta sinn.

Hver er sparnaður Íslendinga í flugfargjöldum verið síðustu ár? Sparnaður sem hefur verið knúinn af Wowair. Svarið við því er milljarðar á milljarða ofan.

Hvaða virðisauka hefur flugrekstur Wowair lagt grunninn að í íslenskum þjóðarbúskap? Svarið við því geri ég ráð fyrir að sé talið í hundruðum milljarða.

Nýburinn í forstjórastóli Icelandair virðist bara alveg glórulaus um flugrekstur, þar með talið rekstur Icelandair og ekki síst algerlega glórulaus um sögu Icelandair.

Svo má benda forstjóranum Icelandair á hve ósmart það er að sparka í liggjandi mann. Ekki vera ósmart!

Auðvitað óska ég báðum þessum flugfélögum, Icelandair og Wowair alls hins besta.


mbl.is Hegðun Isavia „illskiljanleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband