28.1.2011 | 19:52
Kosningar til Stjórnlagaþings verði endurteknar. Sömu frambjóðendur.
Þó margir (ég þar á meðal) telji að 25-menningarnir hafi nægilegt umboð til setu á Stjórnlagaþingi, óttast ég að aldrei verði sátt um þann ráðahag.
Enn síður verður sátt um að Stjórnlagaþingið verði slegið af og t.d. Bjarni Benediktsson (eins og hann sjálfur bauð fram) fari að semja nýtt stjórnarskrárfrumvarp.
Nei, það sem er ógilt er kosningin. Því er ekki annað að gera en endurtaka hana. Það þýðir þá líka að ekki er eðlilegt að opnað verði fyrir ný framboð. Frambjóðendur verða þeir sömu. Ekki verður gefin út nýr kynningarbæklingur, heldur verði hann endurprentaður ef þörf krefur.
Ég tel að niðurstaðan verði þessi: Nýr kjördagur eftir 5-12 vikur. Stjórnlagaþingi frestað fram á haust. Nýir frambjóðendur komi ekki til greina.
Enn síður verður sátt um að Stjórnlagaþingið verði slegið af og t.d. Bjarni Benediktsson (eins og hann sjálfur bauð fram) fari að semja nýtt stjórnarskrárfrumvarp.
Nei, það sem er ógilt er kosningin. Því er ekki annað að gera en endurtaka hana. Það þýðir þá líka að ekki er eðlilegt að opnað verði fyrir ný framboð. Frambjóðendur verða þeir sömu. Ekki verður gefin út nýr kynningarbæklingur, heldur verði hann endurprentaður ef þörf krefur.
Ég tel að niðurstaðan verði þessi: Nýr kjördagur eftir 5-12 vikur. Stjórnlagaþingi frestað fram á haust. Nýir frambjóðendur komi ekki til greina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.