Leita í fréttum mbl.is

Hæstiréttur - Fátt er svo með öllu illt

Ógilding hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunni hefur farið fyrir brjóstið á mér eins og mörgum öðrum.  Í dag sé ég hinsvegar nokkurn ábata af ákvörðun hæstaréttar. Tíminn sem liðið hefur og það sem á daga þjóðarinnar hefur drifið hefur gefið mörgum frambjóðendum til stjórnlagaþings tækifæri til að kynna sig frekar fyrir kjósendum.  Margir þeirra hafa nýtt atburði síðustu vikna, og sérílagi síðustu daga, til að sýna kjósendum að sú lýðræðisást sem þeir játuðu í framboðskynningu er í rauninni ekki til staðar.  Þeir afsaka sig margir, en það er satt best að segja þunnur þrettándi, að fullu og öllu gegnsær.

Það góða við þetta er að raunverulegir lýðræðisunnendur geta látið þessa frambjóðendur afskiptalausa þegar kosningar verða endurteknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Björn!

Eyjólfur G Svavarsson, 23.2.2011 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband