Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Ísland!

Valdaránstuðandi fyrrverandi ráðherrar, sendiherrar og aðrir mega, éta þ..! Nei þeir mega skunda eins og við hin ríkisborgarar í íslenska lýðveldinu á kjörstað. Þar kemur þeirra atkvæði til sömu álita og annarra. Vægi atkvæða er óháð meintu gáfnafari, efnahagslegri auðlegð eða fátækt.  Já líka óháð því hvort við erum svört, hvít, brún, ung, falleg, ljót, fyrrverandi forsetar eða núverandi.  Trú eða trúleysi kemur ekki til álita í dag. Ótal aðrir meintir stórmerkilegir kostir eða gallar sem einstakling kunna að prýða (eða þannig) breyta engu um vægi manna í dag.

 Í dag er spurningin sem við stöndum frammi fyrir einföld að grunni. 

Eftir að hafa lesið athugasemdir lesenda í erlendum miðlum virðist ljóst að þar er meðal almennings yfirgripsmikil vanþekking á innistæðutryggingakerfum í Evrópu og lagalegum og heimspkekilegum álitamálum á því sviði.  Það er ekki að undra þar sem þessi málaflokkur hefur ekki brunnið á þeim í sama mæli og okkur. Klárlega er þéttasta safn sérfræðinga á þessu sviði meðal íslensks almennings. 

Nú erum við í annað sinn að ganga til atkvæða í svo að segja sama málinu.  Við erum ennþá meiri sérfræðingar nú en þá. Alls kins hindurvitni finnst mér vera meira á lofti nú en þá, þó minna af því megi rekja til yfirvalda í þetta sinn.

Við vitum um hvað málið snýst. Það er frábærlega fallið til þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess hve við ítarlega við höfum kynnt okkur málið. Það eru margfalt margfalt fleiri sérfræðingar í málinu utan þings en innan. Samt vantar alltaf meiri tíma til að vera upplýstari, betur undir prófið búinn. Það verður bara að hafa það. Tíminn er búinn og prófið er hafið.

Í dag er verkefnið þetta: grannskoða hug sinn og hjarta.  Ef þeim ber saman, þá er atkvæðið fengið, ella þarf meiri skoðun.

Hjá mér er fullkominn samhljómur hugar og hjarta. Ég hef fundið mitt atkvæði.

Finndu þitt atkvæði með því að hugur sættist við hjarta eða öfugt.

 

Lýðræðið sigrar hver sem úrslitin verða:  Til hamingju Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband