21.4.2011 | 01:20
Slúður frá Moody's tekið sem loforð!
Það er rétt að halda því til haga að Moody's lofaði hvorki einu né neinu varðandi lánshæfi Íslands í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave samninginn. Þannig var einn möguleiki í spilunum sá að Moody's setti Ísland í rusl eftir JÁ á grundvelli heildarskulda og heildaráhættu.
Eftir að menn horfðust í augu við NEI-ið og sýndu Moody's fram á að ALLS ENGAR líkur væru á greiðslufalli hjá Íslandi næstu árin, gat niðurstaðan ekki orðið "downgrade" nema að Moody's hefðu ætlað að gera sig að fíflum, og tapa þeim litla trúverðugleika sem þeir kunna en að hanga á. Þetta lá svo sem fyrir áður en gengið var til atkæða, sem þýðir að Moody's er að smala sauðfé, þar sem íslenska þjóðin er búpeningurinn.
Ég man ekki betur en Lilja Mósesdóttir hafi hringt í eitthvert matsfyrirtækjanna fyrir fyrstu Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna og spurt hvernig stæði á því að yfirvofandi væri "downgrade" við NEI-i en "upgrade" vi JÁ-i. Svarið var ef mig misminnir ekki á þessa leið: Ef þið segið NEI lánar ykkur engin þið lendið í greiðslufalli. Ef þið segið JÁ þá fáið þið lán frá AGS og fleirum og getið haldið áfram að borga. Lilja spurði um hvað myndi gerast 2016 (þá áttu greiðslur að hefjast skv. fyrri Icesave samningi). Svarið var: Ef þið skuldið of mikið þá, lækkum við lánshæfismatið ÞÁ.
Eftir að menn horfðust í augu við NEI-ið og sýndu Moody's fram á að ALLS ENGAR líkur væru á greiðslufalli hjá Íslandi næstu árin, gat niðurstaðan ekki orðið "downgrade" nema að Moody's hefðu ætlað að gera sig að fíflum, og tapa þeim litla trúverðugleika sem þeir kunna en að hanga á. Þetta lá svo sem fyrir áður en gengið var til atkæða, sem þýðir að Moody's er að smala sauðfé, þar sem íslenska þjóðin er búpeningurinn.
Ég man ekki betur en Lilja Mósesdóttir hafi hringt í eitthvert matsfyrirtækjanna fyrir fyrstu Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna og spurt hvernig stæði á því að yfirvofandi væri "downgrade" við NEI-i en "upgrade" vi JÁ-i. Svarið var ef mig misminnir ekki á þessa leið: Ef þið segið NEI lánar ykkur engin þið lendið í greiðslufalli. Ef þið segið JÁ þá fáið þið lán frá AGS og fleirum og getið haldið áfram að borga. Lilja spurði um hvað myndi gerast 2016 (þá áttu greiðslur að hefjast skv. fyrri Icesave samningi). Svarið var: Ef þið skuldið of mikið þá, lækkum við lánshæfismatið ÞÁ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björn Ragnar, ég hef áður reynt að benda þér á staðreyndir í þessu máli. Á heimasíðu Moodys (http://www.moodys.com/) má finna allt sem þeir hafa látið frá sér fara um Ísland. Þar getur þú sjálfur séð hvað fyrirtækið sagði fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og hvað það segir núna. Frumheimildir eru alltaf bestar. Gleðilegt sumar!
Hrafn Arnarson 21.4.2011 kl. 07:56
Blessaður Hrafn, þá benti ég þér einmitt á að lesa aftur það sem þeir sögðu. Þar voru alls engin loforð. Það getur engin fullyrt hvert lánshæfismat Moody's hefði orðið eftir já við IceSave eins og það lá á borðinu, hvað þá hvert matið yrði síðar. Í því efni er menn að geta sér til.
Björn Ragnar Björnsson, 21.4.2011 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.