Leita í fréttum mbl.is

Fjandinn hafi það, nú er málskot kjósenda ekkert án forseta.

Heyrt hef ég og séð að sumir kjósendur ætli að segja nei við tillögu stjórnlagaráðs m.a. vegna þess að málskotsréttur kjósenda er í tillögunni takmarkaður að hluta.  Sjálfur er ég andvígur þessum takmörkunum.  En fjandinn hafi það, nú getum við ekki sett nokkurn hlut í þjóðaratkvæði nema með atbeina forsetans og aðeins ef við erum nógu snögg til. Eftir að forseti hefur undirritað lög verða þau ekki afturkölluð.  Það reyndi meira að segja á þennan hraða síðast þegar að reynt var að fá Icesave samning samþykktan.  Nái tillaga stjórnlagaráðs fram að ganga, verður málskotsréttur forseta óbreyttur og við, sem þess erum hugar getum reynt að afla stuðnings við afnám takmarkana á beinu málskoti kjósenda og knúið það fram ef málið nýtur lýðræðislegs stuðnings.

Þó allir hafa eitthvað við stjórnarskrártillöguna að athuga, þá er í henni fólgin stórkostleg lýðræðisframför.  Það er meiri lýðræðisleg óvissuför að stöðva framgang tillögu Stjórnlagaráðs en ef hún fær brautargengi.  Nái, þessi tillaga ekki fram að ganga er fullkomin óvissa um hvort nokkurn tíma verði boðið uppá lýðræðisumbætur á Íslandi.  Ef þetta mál er stöðvað, hvenær verður okkur boðið uppá að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur eða framlagningu mála á þingi?  Strax eftir áramót?  Strax eftir áramótin 2023? Strax eftir áramótin 2073?  Eða kannski aldrei?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband