Leita í fréttum mbl.is

Fimm af Sex ákvæðið í 113gr. er dautt.

Mér sýnist ákveðin hluti 113. greinar stjórnarskrártillögu Stjórnlagaráðs sé mjög mörgum (þingmönnum þar á meðal) þyrnir í auga.  Jú, Þetta er ákvæðið um minniháttar stjórnarskrárbreytingar:

"Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður."

Ég hef eiginlega ekki heyrt nokkurn mann verja þetta ákvæði.  Stjórnlagaráðsfulltrúum er t.a.m. ekki sárt um þetta ákvæði.   M.a. sagði Valgerður Bjarnadóttir í ræðu á Alþingi 18. okt. 2012:

 "á fundi sínum 8 til 11. mars [2012] samþykkti Stjórnlagaráðið að falla frá þessu ákvæði."

Ég held því að það sé óhætt að segja að þetta ákvæði sé í raun dautt.  Ef menn byggja andstöðu sína við tillögu Stjórnlagaráðs á þessu atriði, þá geta þeir sem best látið af þeirri andstöðu nú þegar.

Eigum við ekki að samþykkja að frumvarp Stjórnlagaráðs sé framför umfram núverandi stjórnarskrá og sameinast um að fella fimm-sjöttu málsgreinina brott úr endanlegu frumvarpi.  Stjórnlagaráði hefur kannski þótt þetta minniháttar ákvæði en ekki áttað sig á að hve margir (td þingmenn) eru því ósammála.  Því ætti að vera minniháttar mál að losna við þetta ákvæði, þannig að allar stjórnarskrárbreytingar fari fortakslaust í þjóðaratkvæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband