Leita í fréttum mbl.is

Sérfræðingaskýrslan - Flöt leiðrétting og vaxtabætur

Ég renndi á hundavaði yfir sérfræðingaskýrsluna um skuldavanda heimilana og vil koma með viðbrögð:

Flöt leiðrétting

Ef útistandandi verðtryggð húsnæðislán eru að meðaltali með 4.5% vöxtum, eiga 25 ár eftir og heildareftirstöðvar eru 1200 milljarðar, þá er eru árlegar afborganir um 80 milljarðar. Flöt leiðrétting uppá 15,5% þýðir árlega eftirgjöf á 12,5 milljörðum.

Ætla má að það myndi þýða varanlega hækkun á einkaneyslustigi um 1%. Nú er það reyndar svo (ef ég man rétt) að um helmingur húsnæðislána er í greiðslujöfnun sem þýðir að ef flöt leiðrétting yrði framkvæmd þá má ætla að einkaneyslustigið hækki um hálft prósent strax til viðbótar við það svigrúm sem greiðslujöfnunin veitir.

Þá fengju lántakar ekki bakreikning vegna greiðslujöfnunarinnar síðar. Að auki má ætla að greiðslujöfnun hafi ekki jafn jákvæð áhrif á einkaneyslu og leiðrétting, því greiðslujafnaðir vita að einkaneyslusvigrúmið sem greiðslujöfnun veitir er ekki varanlegt.

Ég sá ekki í fljótu bragði nein orð um hvað af þessu skilar sér aftur í ríkiskassann. Þá sá ég ekki neina greiningu á hversu mikið þetta fækkar gjaldþrotum, nauðungarsölum o.s.frv.

Jú ég veit það er ekki auðvelt að meta það, ella væri ég búinn að því sem og aðrir. Ég átti satt best að segja von á meiri hagfræði í skýrslunni.

Hækkun vaxtabóta um 2 milljarða á ári.

Hér var talað um mikinn bata hjá þeim sem verst eru settir, en skautað létt yfir að stór hluti af batanum í þessu dæmi átti að koma með því að taka vaxtabætur af mörgum sem njóta þeirra núna. M.ö.o. var þetta enn eitt dæmið þar sem ætlunin er að senda lántökum sérstakan reikning fyrir hrunið. Nú með því að láta þá lántakendur sem enn geta borgað, redda hinum sem geta það ekki. Ég sé ekki betur en að þetta dæmi myndi auka heimtur banka og ÍLS umfram það sem annars mætti búast við. Það er óviðunandi að almenningi og lántökum sé gert að bæta heimtur þeirra án mótframlags.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband