Leita í fréttum mbl.is

Stórt fokkmerki á lofti.

Um nokkurra ára skeið hefur Ísland verið í aðlögunar og umsóknarferli gagnvart inngöngu í ESB.  Prívat og persónulega hef ég talið býsna ólíklegt að Ísland (Íslendingar) samþykki inngöngu nema amk sjávarauðlindin verði varanlega á forræði Íslands.

Ég hef talið það væri faktískt verkefni ESB manna að sjá til að svo yrði, en halda því fram opinberlega að engar undanþágur fengjust.

Nýjasta útspil ESB, að gerast aðili að málsókn gegn Íslandi vegna innistæðutrygginga, er teikn um að annað hvort vilja þeir sem stjórna ESB ekki að Ísland gerist aðili að sambandinu eða að þeir stíga ekki í vitið.  Í öllu falli get ég ekki séð að Íslendingar muni á næstu áratugum samþykkja inngöngu í ESB eftir þetta stóra, óþarfa, fautalega, fokkmerki

Þingmenn og fyrrverandi ráðherrar hafa, sýnist mér, keppst um að halda því fram að þetta sé bara sjálfsagt mál.  Að ESB stökkvi inn á bardagavöllinn undir þessum kringumstæðum.  Fátt er fjær sanni og það sjá allir.

Ég hef þokkalega sannfæringu um að hjá ESB starfar fullt af sæmilega gáfuðu fólki.  Þannig að ESA/Icesave útspilið er væntanlega útpælt.  Útkoman er samt ófrávíkjanlega, rétt eins og viðræðum hefði verið slitið.  Hefði ekki verið meiri mannsbragur að því.


Ef málskotið geigar...

Þegar kemur að forsetavalinu skiptir eitt atriði höfuð máli: Er frambjóðandinn tilbúinn, eða öllu heldur albúinn að skjóta málum til þjóðarinnar?  Ef vöflur eru á svarinu fær frambjóðandinn ekki mitt atkvæði.

 Ef frambjóðandinn telur að aðeins megi nota málskotsréttinn í neyðartilviki fær hann ekki mitt atkvæði.

 Ef frambjóðandinn telur að undanskilja eigi einhver lög málskoti fyrirfram (t.d. fjárlög, skattalög) þá fær frambjóðandinn ekki mitt atkvæði.

 Miðað við framkomnar upplýsingar sýnist mér að Ísland hafi fínan forseta og aðrir sem bjóða "krafta" sína nái ekki mínu máli.


Vínarbrauð í Fjármálaeftirlitinu

Það kemur fyrir að ég stytti mér stundir með því að smíða samsæriskenningar. Í augnablikinu býður dramað í Fjármálaeftirlitinu upp á góðan grunn til slíkra smíða.

Þeir sem eru komnir í smiðsgallann og vilja slá upp góðri kenningu þurfa að átta sig á eftirfarandi: Stjórn Fjármálaeftirlitsins er ekki bara uppá kaffi og vínarbrauð. Stjórnin stendur nærri starfi stofnunarinnar og er sá aðili sem tekur íþyngjandi ákvarðanir, þar með talið hvort málum sé vísað til lögreglu eða saksóknara.

Með öðrum orðum: Það var ekki bara Gunnar Andersen og hans starfsfólk sem sendi mál til Sérstaks Saksóknara, heldur var það gert með beinu samþykki stjórnar Fjármálaeftirlitsins.


Auðvitað treystir Sigurjón ekki bankanum.

Sigurjón stýrði banka sem rústaði sparifé þúsunda (líklega tugþúsunda) einstaklinga. Hann passaði auðvitað uppá að bankinn væri ekki með klærnar í hans eigin fé. Snjall maður Sigurjón fyrir Sigurjón.
mbl.is Landsbankinn sýknaður af kröfu Sigurjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dubstep: Eurovison!

Ég sagði við strákana mína fyrr í kvöld að kannski gæti gott Dubstep tekið Eurovision í ár.

Norska lagið sem var að vinna í þeirra keppni rétta áðan er næsti bær við dubstep.  Íslenska lagið (hvert sem verður fyrir valinu á næstu mínutum) á ekki séns.

Ég geri ekki ráð fyrir að neinn (annar en ég) sem les blog.is viti hvað dubstep er.

 Reyndrar er margt dubstep tilkomið með remixi á áður útfærðum lögum, þannig að miðað við þá vinnslu sem sum íslensk eurovision lög hafa fengið væri sennilega í góðu lagi að dubstep-remixa íslenska lagið.


Frelsinu er ógnað! Hvar er Innanríkisráðherra?

 Richard M. Stallman stofnandi og forseti Free Software Foundation flytur í dag, 19. júni 2011, erindi um "Hvernig beita má tækni til að gera þjóðfélög frjáls".  Fyrirlesturinn hefst klukkan 13:00 og er haldinn í Fjölbrautarskólanum við Ármúla.

Óskandi væri að fleiri enn sanntrúaðir og sannreyndir frelsisunnendur sæju sér fært að mæta.  Mér dettur t.a.m. í hug að Innanríkisráðherra og Stjórnlagaþingsfulltrúar hefðu gagn af þessum fyrirlestri.  Sem og yfirleitt allir sem áhuga hafa á frelsi, lýðræði og öðrum samfélagshagsmunum.

 Í öllu falli læðist að manni sá grunur að stjórnvöld víðsvegar um heim skilji ýmist ekki eða skilji of vel aðalatriðin í þessu efni.  Það gæti skýrt sókn yfirvalda (í eigin þágu sem og einkahagsmuna) í frelsiskerðingarátt sem ekki sér fyrir endan á.


Sinfó spilar Clockwork Orange

Ég er búinn að vera (og er) að hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands og fleiri flytja í beinni útsendingu 9. eftir Beethoven á netinu.  Netið er ákaflega þunnur þrettándi samanborið við gott live.  Engu að síður virðist mér flutningurinn algerlega frábær.  Verður varla betra.

Slúður frá Moody's tekið sem loforð!

Það er rétt að halda því til haga að Moody's lofaði hvorki einu né neinu varðandi lánshæfi Íslands í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave samninginn.  Þannig var einn möguleiki í spilunum sá að Moody's setti Ísland í rusl eftir JÁ á grundvelli heildarskulda og heildaráhættu.

Eftir að menn horfðust í augu við NEI-ið og sýndu Moody's fram á að ALLS ENGAR líkur væru á greiðslufalli hjá Íslandi næstu árin, gat niðurstaðan ekki orðið "downgrade" nema að Moody's hefðu ætlað að gera sig að fíflum, og tapa þeim litla trúverðugleika sem þeir kunna en að hanga á.   Þetta lá svo sem fyrir áður en gengið var til atkæða, sem þýðir að Moody's er að smala sauðfé, þar sem íslenska þjóðin er búpeningurinn.

Ég man ekki betur en Lilja Mósesdóttir hafi hringt í eitthvert matsfyrirtækjanna fyrir fyrstu Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna og spurt hvernig stæði á því að yfirvofandi væri "downgrade" við NEI-i en "upgrade" vi JÁ-i.  Svarið var ef mig misminnir ekki á þessa leið:  Ef þið segið NEI lánar ykkur engin þið lendið í greiðslufalli.  Ef þið segið JÁ þá fáið þið lán frá AGS og fleirum og getið haldið áfram að borga.  Lilja spurði um hvað myndi gerast 2016 (þá áttu greiðslur að hefjast skv. fyrri Icesave samningi).  Svarið var: Ef þið skuldið of mikið þá, lækkum við lánshæfismatið ÞÁ.

Til hamingju Ísland!

Valdaránstuðandi fyrrverandi ráðherrar, sendiherrar og aðrir mega, éta þ..! Nei þeir mega skunda eins og við hin ríkisborgarar í íslenska lýðveldinu á kjörstað. Þar kemur þeirra atkvæði til sömu álita og annarra. Vægi atkvæða er óháð meintu gáfnafari, efnahagslegri auðlegð eða fátækt.  Já líka óháð því hvort við erum svört, hvít, brún, ung, falleg, ljót, fyrrverandi forsetar eða núverandi.  Trú eða trúleysi kemur ekki til álita í dag. Ótal aðrir meintir stórmerkilegir kostir eða gallar sem einstakling kunna að prýða (eða þannig) breyta engu um vægi manna í dag.

 Í dag er spurningin sem við stöndum frammi fyrir einföld að grunni. 

Eftir að hafa lesið athugasemdir lesenda í erlendum miðlum virðist ljóst að þar er meðal almennings yfirgripsmikil vanþekking á innistæðutryggingakerfum í Evrópu og lagalegum og heimspkekilegum álitamálum á því sviði.  Það er ekki að undra þar sem þessi málaflokkur hefur ekki brunnið á þeim í sama mæli og okkur. Klárlega er þéttasta safn sérfræðinga á þessu sviði meðal íslensks almennings. 

Nú erum við í annað sinn að ganga til atkvæða í svo að segja sama málinu.  Við erum ennþá meiri sérfræðingar nú en þá. Alls kins hindurvitni finnst mér vera meira á lofti nú en þá, þó minna af því megi rekja til yfirvalda í þetta sinn.

Við vitum um hvað málið snýst. Það er frábærlega fallið til þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess hve við ítarlega við höfum kynnt okkur málið. Það eru margfalt margfalt fleiri sérfræðingar í málinu utan þings en innan. Samt vantar alltaf meiri tíma til að vera upplýstari, betur undir prófið búinn. Það verður bara að hafa það. Tíminn er búinn og prófið er hafið.

Í dag er verkefnið þetta: grannskoða hug sinn og hjarta.  Ef þeim ber saman, þá er atkvæðið fengið, ella þarf meiri skoðun.

Hjá mér er fullkominn samhljómur hugar og hjarta. Ég hef fundið mitt atkvæði.

Finndu þitt atkvæði með því að hugur sættist við hjarta eða öfugt.

 

Lýðræðið sigrar hver sem úrslitin verða:  Til hamingju Ísland!


Margrét ruglar saman lágmarki og hámarki!

Heyrði líka í Margréti Kristmannsdóttur í Icesave þætti kvöldsins halda því fram að Icesave samningur myndi í mesta lagi kosta okkur 30 milljarða en sennilega ekkert.  Ég beið spenntur eftir því sem hún kláraði ekki að segja: Að díllinn væri svo góður að við mættum engan tíman missa því annars myndi einhver annar ná honum honum frá okkur.

Ég veit ekki betur en 26-30 milljarða vaxtakrafan sem greidd verður eftir helgi
í pundum og evrum komi aldrei tilbaka.  Þannig að 30 milljarðar eru ekki hámarkskostnaður, heldur lágmarkskostnaður.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Björn Ragnar Björnsson
Björn Ragnar Björnsson

Duglegur í byggingarvinnu og glöggur á tölur.  Var framboði til stjórnlagaþings með númer 9838. Hlaut smásjárfylgi en er sáttur. Engum háður. Hafði aldrei verið í stjórnmálaflokki áður en ég gekk til liðs við Pírata. Markmið með framboði var að vinna einungis að hagsmunum þjóðarinnar í nútíð og framtíð. Er einn örfárra einstaklinga sem gert hefur efnislegar athugasemdir til þingnefndar við breytingar á stjórnarskrá í fyrndinni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband